Nýstárleg geymslulausn fyrir rafskútur. Með aukningu í fjölda rafhlaupahjóla er mikilvægt að bjóða uppá vandaða og örugga læsanlega geymslu meðan dvalið er á staðnum. Geymslulausn sem kemur reglu á hjólastæðin og nýtir plássið á hagkvæman hátt.

Rafskútustæði

SKIPULAG

Auðveldar skipulag við geymslu rafskútna á skólalóðum við fyrirtæki, og opinberar stofnanir.

AUÐVELT Í NOTKUN

Sérhönnuð stýrisfesting tryggir hjólið í stæðinu. Hægt að læsa því með öllum gerðum lása, svo sem með U-lásum, kapal- eða keðjulásum.

Sérstök framhjólafesting tryggir auðvelda innsetningu í stæðis grindina. Hjólið stendur kyrrt og rennur ekki afturábak. Handfangið fer í rétta stöðu.

KOSTIR

• Hentar fyrir fjórar eða fleiri rafskútur.

• Örugg og snyrtileg lausn.

• Lásafesting fyrir lása af öllum gerðum.

• Örugg festing og gott millibil frá öðrum hjólum.

• Sveigjanlegt kerfi sem nýtir plássið til fullnustu.

• Hægt að geyma hjálma á neðanverðri festingu.

• Rafhleðsla möguleg sem aukabúnaður.

• Úr endingargóðu efni fyrir útiaðstæður.

• Fáanlegt fyrir minni gerðir hlaupahjóla.

RÁÐGJÖF UM SKIPULAGNINGU STÆÐA

Sendu okkur fyrirspurn og við skipuleggjum hjólastæðin á þinni lóð og veitum tilboð í réttu lausnina með uppsetningu.

Scroll To Top